From 1 - 10 / 15
  • Categories  

    Þekja (layer) n25v_leirur_fl: Leirur á Íslandi. (Mudflats.) Leirur njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_D25v_selalaturVidStrendurIslands_2.utg.: Útbreiðsla landsela (Phoca vitulina) og talningagögn 1980-2018. Útbreiðsla útsela (Halichoerus grypus) og talningagögn 1982-2017. [Seal haul-outs around Iceland]. Fjögur flákalög sem sýna kortlagningu 430 landselslátra á 93 talningasvæðum (ni_d25v_landselir_1980_2018_selalatur_fl, ni_d25v_landselir_1980_2018_talningarsvaedi_fl) og 86 útselslátra á 19 talningasvæðum (ni_d25v_utselir_1982_2017_selalautur_fl, ni_d25v_utselir_1982_2017_talningarsvaedi_fl). Talningagögn segja til um fjölda sela á hverju talningasvæði. Selir eru taldir á nokkurra ára fresti og gefur ágæta mynd af breytingum í stofnstærð og umfangi selalátra. Landselir eru taldir síðsumars en útselir að hausti. Nánari skýringar á aðferðum við selatalningar og stofnmat er að finna í Fjölriti 56. Látur eru strandsvæði sem selir leita á til að kæpa, sinna uppeldi kópa, hafa feldskipti og hvílast. Orðið selalátur vísar hér til smæstu samfelldu spildanna þar sem selir halda til. Talningasvæði er aftur á móti víðtækara safnheiti sem oftast nær yfir mörg smærri selalátur. Nákvæmni kortlagningu selalátra miðast við mælikvarða 1:25.000, en nákvæmni talningasvæða er um 1:250.000. [General overview of the seal haul-out locations around Iceland for harbour seals (Phoca vitulina) and grey seals (Halichoerus grypus). The harbour seal population has been monitored with direct counts (aerial censuses) since 1980 and the grey seal population since 1982. Both feature classes 'latur' show the haul-outs (Icelandic: látur) for each species. The haul-outs are grouped into counting zones (Icelandic: talningarsvæði) and both feature classes 'talningarsvaedi' show the associated population counts.] .

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_F25v_mikilvaegFuglasvaedi: Flákalag. Alls er 121 svæði á Íslandi sem telst alþjóðlega mikilvægt fyrir fugla. 70 svæði teljast til sjófuglabyggða (SF), 25 svæði eru fjörur eða grunnsævi (FG) og 31 svæði er votlendi eða önnur svæði inn til landsins (VOT). Nokkur svæði falla undir tvo eða þrjá flokka. Mikilvæg fuglasvæði er að finna í 65 af 74 sveitarfélögum landsins. Afar misjafnt er hversu mörg mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir hverja fuglategund. Hjá varpfuglum eru langflest svæði skilgreind fyrir fýl (38) og hjá fargestum eru þau flest fyrir rauðbrysting (átta svæði). Fyrir 40 tegundir hafa engin mikilvæg svæði verið skilgreind. Alþjóðleg töluleg viðmið hafa ekki verið sett fyrir 21 þeirra en hinar 19 eru það fáliðaðar hér á landi að engin svæði teljast alþjóðlega mikilvæg fyrir þær. Kóðar fyrir fitjueigindir ‚Staða fitju‘ (stadaFitju) eru: 0 = ekki skilgreind áður sem mikilvæg fuglasvæði; 1 = skilgreind áður sem mikilvæg fuglasvæði, útlínur notað; 2 = skilgreind áður sem mikilvæg fuglasvæði, útlínum breytt; 3 = skilgreind áður sem mikilvæg fuglasvæði, útlínur NÍ; 4 = friðlýst, á náttúruminjaskrá eða votlendisskrá (getur auk þess verið skilgreind áður sem IBA), útlínur notað; 5 = friðlýst, á náttúruminjaskrá eða votlendisskrá (getur auk þess verið skilgreind áður sem IBA), útlínum breytt eða búið til; 6 = svæðið er hluti af öðru svæði sem er friðlýst, á náttúruminjaskrá eða votlendisskrá (getur auk þess verið skilgreind áður sem IBA) eða hluti þess er friðlýst, á náttúruminjaskrá eða votlendisskrá (getur auk þess verið skilgreind áður sem IBA), útlínur NÍ. [A total of 121 IBAs are defined. 70 IBAs are seabird colonies (SF), 25 IBAs are primarily intertidal zones and adjacent shallow marine waters (FG), 31 IBAs are inland, predominantly fertile wetlands and surface inland waters. A few IBAs fall under two or three categories. These IBAs lay in 65 of the 74 municipalities of Iceland. The number of IBAs designated for each species varies; by far, most breeding sites of Fulmarus glacialis (38). No areas were designated for 40 species. For more than half of those IBA-criteria have not been defined; others do not meet the criteria due to their small populations in Iceland. The feature attribute codes for ‘stadaFitju’ are: 0 = not previously designated as IBAs; 1 = previously designated as IBAs, outline unchanged; 2 = previously designated as IBAs, outline changed; 3 = previously designated as IBAs, outline drawn by IINH; 4 = protected or on the Register of areas of conservation interest (could as well be previously designates as IBAs), outline unchanged; 5 = protected or on the Register of areas of conservation interest (could as well be previously designated as IBAs), outline changed; 6 = .area is part of an area that is protected or on the Register of areas of conservation interest (could as well be previously designated as IBAs) or part of this area is protected or on the Register of areas of conservation interest (could as well be previously designated as IBAs), outline drawn by IINH.]

  • Categories  

    Þekja (layer) n25v_votlendiLittRaskad_fl: Lítt raskað votlendi stærra en 20.000 fermetrar, meira en 200 m frá skurðum á láglendi. (Natural wetland, 20.000 square meters and larger, more than 200 metres away from ditches.) Gögnin sýna óraskað og lítt raskað votlendi. Á láglendi er dregin 200 m jaðarsvæði (buffer) umhverfis skurði. Votlendi, svo sem hallamýrar, flóar, flæðimýrar, rústamýrar, 20.000 fermetrar að flatarmáli eða stærri, njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá.

  • Categories  

    Þekja (layer) n25v_sjavarfitjar_fl: Sjávarfitjar á Íslandi. (Salt marshes.) Sjávarfitjar njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá.

  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25r_3utg: Vistgerðir á Íslandi: land (Habitat types of Iceland: terrestrial). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu landvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi og skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Landvistgerðum er skipt upp í tvö þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Í 3. útgáfu vistgerðakortsins 2024 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Athuga skal að aðgreining landvistgerða með fjarkönnun reyndist erfið, bæði fyrir lítið grónar vistgerðir sem og vel grónar, einkum innan vistlenda. Því má búast við verulegum skekkjum þótt þær séu mismiklar eftir vistgerðum. Nánari útlistun og mat á skekkjum má finna í aðferðalýsingu og á staðreyndasíðum vistgerða í ritinu „Vistgerðir á Íslandi“. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.

  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25v_1.1utg: Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn og fjörur (Habitat types of Iceland: freshwater and littoral shores). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu ferskvatns- og fjöruvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Landupplýsingaþekjan fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorformi. Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.

  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25v_1.1utg og ni_vg25r_3utg: Vistgerðir á Íslandi (Habitat types of Iceland). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu vistgerða á Íslandi. Vistgerðum á Íslandi er skipt upp í land, ferskvatn og fjörur. Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi, 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Landvistgerðir skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Land- og ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012). Landupplýsingaþekjan fyrir landvistgerðir er á rastaformi (ni_vg25r_3utg), en þekjur fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorformi (ni_vg25v_1.1utg). Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Athuga skal að aðgreining landvistgerða með fjarkönnun reyndist erfið, bæði fyrir lítið grónar vistgerðir sem og vel grónar, einkum innan vistlenda. Því má búast við verulegum skekkjum þótt þær séu mismiklar eftir vistgerðum. Nánari útlistun og mat á skekkjum má finna í aðferðalýsingu og á staðreyndasíðum vistgerða í ritinu „Vistgerðir á Íslandi“. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu (Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands) og á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í 3. útgáfu vistgerðakortsins 2024 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_G25v_midhalendi_01: Gróðurkort af Miðhálendi Íslands [Vegetation map of the Central Highland of Iceland}. Mörk kortlagða svæðisins miðast við svæðisskipulag frá 1999, en innan þess svæðis er 13% lands enn ókortlagt. Gróður á kortinu er flokkaður eftir ríkjandi og einkennandi tegundum plantna í um 100 gróðurfélög eftir gróðurflokkunarkerfi Steindórs Steindórssonar (sjá www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/Grodurlykill-20X20kort_Isl_midhalendi.pdf eða www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/utgafa_kort/Grodurlykill-20X20kort_Ensk_midhalendi.pdf). Land sem hefur minni gróðurþekju en 10% er flokkað í 14 landgerðir eftir eðliseiginleikum lands. Gróið land er flokkað í fjóra þekjuflokka þ.e. algróið > 90% gróðurhula, 75% gróðurhula (x), 50% gróðurhula (z) og 25% gróðurhula (þ). Kortið er byggt á mismunandi gömlum vettvangsgögnum NÍ og Rala frá því gróðurkortagerð hófst á Íslandi 1955 til dagsins í dag. Við gerð stafræna kortsins voru öll vettvangsgögn endurteiknuð og uppfærð með skjáteiknun ofan á nýjustu myndkort frá Loftmyndum ehf. og Spot 5 gervitunglamyndum. Nákvæmni kortsins miðast við mælikvarða 1:25.000.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_G500v: Gróðurkort af Íslandi (yfirlitskort) sýnir einfaldaða samantekt á ríkjandi gróðursamfélögum. [The vegetation map of Iceland shows the predominant vegetation groups in simplified terms.] Þar sem land hefur nokkuð samfellda gróðurhulu er sýnt hvers eðlis ríkjandi gróðursamfélög eru. Hálfgróið eða minna gróið land flokkast eftir landgerð. Gróðurþekja bersvæðisgróðrar (fitjuflokkur 501) miðast við 50% eða minna. Flákalag, flokkuð eftir ÍST120:2012 staðlinum. [In areas with more-or-less unbroken vegetation cover, the predominant form of vegetation is shown. In regions where vegetation covers half of less of the area, the type of land is indicated.]